Eru ekki á sömu blaðsíðunni

Kim Kardashian og Kanye West.
Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Stjörnuhjónin Kim Kardashian og Kanye West hafa fundið fyrir hversu ólík þau eru í kórónuveirufaraldrinum. Hið daglega líf hjónanna er afar ólíkt og hefur það bersýnilega komið í ljós að undanförnu. 

„Stundum eru þau ekki á sömu blaðsíðunni,“ sagði heimildarmaður Us Weekly og segir hjónin ekki endilega vera vakandi á sömu tímunum. „Hún vaknar snemma og æfir en hann sefur út.“

Kardashian er vön að hafa nóg að gera og er vön því að vera í mikilli rútínu sem hefur hjálpað henni í faraldrinum. 

„Kim æfir endalaust og sinnir sínu,“ sagði heimildarmaðurinn. „Kanye á erfiðara af því hann er ekki í jafn skipulagðri rútínu og hún.“

Dagskipulag hjónanna sýnir hversu ólík þau eru en þrátt fyrir það segir heimildarmaðurinn að hjónabandið gangi vel. Ekki er langt síðan það fréttist að hjónin ættu í erfiðleikum vegna þess að Kardashian tók á sig meiri ábyrgð í barnauppeldinu í faraldrinum en West. 

Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn.
Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.