Lína Birgitta í einu frægasta tískutímariti heims

Lífið leikur við Línu Birgittu þessa dagana.
Lífið leikur við Línu Birgittu þessa dagana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenski áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir fagnaði vel í sumarblíðunni í gær með vínglas í annarri hendi og breska tískutímaritið Vogue í hinni. Ástæðan var ærin enda birti tískutímaritið fræga umfjöllun um íþróttavörumerki hennar, Define The Line Sport. 

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja! Vogue var að skrifa um definethelinesport í nýjasta blaðinu sínu! Ég er hálfpartinn orðlaus yfir þessu og er varla að trúa því,“ skrifaði Lína Birgitta á Instagram. „Ég er ein þakklát kona og gæti sprungið úr þakklæti í orðsins fyllstu merkingu.“

Lína Birgitta birti mynd af umfjölluninni en ásamt texta um merkið birtist mynd af Línu Birgittu sjálfri. Í Vogue segir að íþróttavörumerki Línu Birgittu sé lúxusmerki sem vinni að því að búa til vörur í góðum gæðum og séu ekki gegnsæ. Eiga konur að geta æft af öryggi í fötum Línu Birgittu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.