BBC uppiskroppa með þætti

EastEnders er sápuópera sem nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi.
EastEnders er sápuópera sem nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi. Skjáskot/Instagram

Breska sjónvarpsstöðin BBC1 á ekki fleiri EastEnders-þætti til þess að sýna eftir þann 16. júní. Framleiðsla þáttanna stöðvaðist í mars vegna kórónuveirunnar og verða nýir þættir ekki teknir upp fyrr en í lok júní. Þá verður reynt að halda í heiðri tveggja metra reglunni á tökustað auk þess sem leikarar þurfa sjálfir að sjá um hár og förðun.

EastEnders hefur verið í sýningu á bresku sjónvarpsstöðinni BBC1 frá árinu 1985 og segir frá lífi fólks í Austur-London. Þættirnir hafa verið sýndir alla virka daga utan miðvikudaga og notið mikilla vinsælda.

Til þess að brúa bilið hefur BBC ákveðið að hafa svokallaða upprifjunarþætti þar sem litið verður yfir farinn veg og veitt innsýn í það sem gerðist á bak við tjöldin. Framleiðsla fleiri þátta á borð við Peaky Blinders, Doctors og Call the Midwife, hefur verið stöðvuð og óljóst hvenær framleiðsla getur hafist að nýju.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.