Er Tom Cruise á landinu?

Tom Cruise.
Tom Cruise. AFP

Leikarinn Tom Cruise er sagður vera á landinu. Einkaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag og herma heimildir mbl.is að Cruise hafi komið með vélinni og síðan farið með þyrlu á Suðurlandið. Ekki hefur  fengist staðfest að Tom Cruise hafi verið með í vélinni né í hvaða erindagjörðum hann er hér.

Sé stórstjarnan hér í einkaerindum er ljóst að hann sleppur ekki undan tveggja vikna sóttkví frekar en aðrir. Í samtali við mbl.is segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að engar undanþágur séu veittar frá sóttkvínni. Þó sé í boði svokölluð „sóttkví B“ fyrir ákveðna einstaklinga sem koma hingað til lands í afmörkuð verkefni svo sem kvikmyndatökur.

Cruise hefur áður komið hingað til lands, árið 2012 við tökur á kvikmyndinni Oblivion. Var þáverandi eiginkona hans, Katie Holmes, með í för. Hjónin skildu stuttu síðar, en síðustu myndirnar sem náðust af þeim hjónum saman voru einmitt teknar hér á landi.

El­iza­beth Kol­bert, blaðamaður banda­ríska blaðsins New Yor­ker, fékk und­anþágu frá regl­um um tveggja vikna sótt­kví er hún kom til lands­ins til að skrifa fyr­ir blaðið um ár­ang­ur Íslend­inga í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna.

Kol­bert sendi ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu tölvu­póst þar sem óskað var eft­ir und­anþágu, en fékk fyrst neit­un. Í kjöl­farið hafði hún sam­band við Kára Stef­áns­son, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, sem sagðist myndu kippa í nokkra spotta. Nokkr­um dög­um síðar fékkst já­kvætt svar. Kol­bert mætti sleppa und­an sótt­kví en þó með ströng­um skil­yrðum. 

Rétt er að taka fram að ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur ekki heim­ild til að veita und­anþágu frá sótt­kví held­ur er það í hönd­um sótt­varna­lækn­is hjá embætti land­lækn­is. Blaðamenn hafa getað sótt um und­anþágu frá 7. maí. 

Þannig mætti hún ekki nota al­menn­ings­sal­erni, ekki ferðast um op­in­ber­ar stofn­an­ir að óþörfu og aðeins taka viðtöl við op­in­bera starfs­menn að fengnu leyfi yf­ir­manna og þá á fyr­ir­fram ákveðnum stað.

Þessi mynd náðist af Katie Holmes og Tom Cruise á …
Þessi mynd náðist af Katie Holmes og Tom Cruise á göngu í miðbæ Reykjavíkur árið 2012. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.