Fyrstu tónleikarnir í langan tíma

Einar Björnsson hljóð- og veitingamaður á Selfossi.
Einar Björnsson hljóð- og veitingamaður á Selfossi. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Einar Björnsson hljóð- og veitingamaður á Selfossi hefur marga fjöruna sopið í afþreyingarbransanum, en hann hefur um áratugaskeið rekið tækjaleigu og lengi rekið skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi. Veirufaraldurinn setti mikið strik í reikninginn í starfseminni en í kvöld á að snúa við blaðinu og halda fyrstu tónleikana frá því í vetur, mörgum til mikillar gleði. 

„Það er vissulega eftirvænting í loftinu hjá mörgum, en til þessa höfum við ekki haldið mikið af tónleikum yfir sumarmánuðina. Þetta er því ákveðin tilraun og ef vel tekst til eru margir tónlistarmenn tilbúnir á hliðarlínunni að koma til okkar og svara kalli landans og búa til afþreyingu í sumar. Mamma þarf að djamma,“ segir Einar. 

Það er hljómsveitin Dúndurfréttir sem ríður á vaðið á slaginu níu í kvöld, og sökum reglna um samkomur mega aðeins 200 manns koma saman á slíkum tónleikum sem lýkur klukkan ellefu eins og núverandi reglur kveða á um. „Húsið er stórt og tekur vel við þeim fjölda,“ bætir Einar við. 

Reglurnar um samkomur hafa einnig orðið til þess að Einar hefur frestað tónlistarhátíðinni Kótelettunni sem hann hefur haldið í júní um árabil, en hann segir ekki lokum skotið fyrir að hátíðin verði haldin síðar í sumar. „Þetta verður öðruvísi sumar, eins og Víðir segir og við þurfum að klára okkur vel af veirunni en þegar lengra líður frá faraldrinum eygjum við von að fleiri megi koma saman og þá teljum við í Kótelettuna og þá með stæl,“ segir vertinn í Hvíta húsinu að lokum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.