J.K. Rowling aftur sökuð um fordóma gegn trans fólki

JK Rowling.
JK Rowling. AFP

Breski rit­höf­und­ur­inn J.K. Rowl­ing hef­ur verið sökuð um for­dóma gagn­vart trans ­fólki, ekki í fyrsta sinn, eftir að hafa birt á Twitter-síðu sinni gagnrýni á grein þar sem orðalagið „fólk sem fer á blæðingar“ var notað. 

„Fólk sem fer á blæðingar. Ég er nokkuð viss um að það hafi verið til orð fyrir slíkt fólk. Getur einhver hjálpað mér? Wumben? Wimpund, Woomud?“ skrifaði Rowling á twitter. 

Ummæli Rowling hafa vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum og verið sögð fordómafull gagnvart trans fólki. 

Á meðal þeirra sem gagnrýndu ummæli Rowling var Ugla Stefanía Kristjönudóttir, en hún vitnaði í orð Albus Dumbledore, hugarsmíði Rowling, og sagði óskandi að höfundur orðanna gæti lifað eftir þeim. 

Rowling brást við gagnrýninni með annarri færslu á Twitter þar sem hún sagðist styðja trans fólk. 

„Ef kyn er ekki raunverulegt er samkynhneigð ekki til. Ef kyn er ekki raunverulegt er raunveruleiki kvenna um allan heim strokaður út. Ég þekki og elska trans fólk, en ef þú eyðir út hugmyndinni um kyn eyðir það möguleikanum fyrir marga að geta talað um líf sitt á djúpstæðan hátt. Það er ekki hatur að segja sannleikann,“ skrifaði Rowling. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir