Skilin eftir 13 ára hjónaband

Fast & Furious-leikkonan Jordana Brewster.
Fast & Furious-leikkonan Jordana Brewster. Ljósmynd/Imdb

Fast & Furious-leikkonan Jordana Brewster er skilin við eiginmann sinn, framleiðandann Andrew Form, að því fram kemur á vef People. Brewster og Form hafa verið gift í 13 ár en hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina. 

Heimildarmaður People segir hjónin hafa skilið að borði og sæng fyrr á árinu. Þau eiga tvö börn sem eru fjögurra og sex ára. Heimildarmaðurinn segir að þau virði hvort annað og skilji í góðu. Talsmaður hjónanna hefur þó ekki viljað tjá sig um málið. 

Brewster sem er fertug og Form sem er 48 ára gengu í hjónband í maí 2007. Þau kynntust tveimur árum áður við tökur á myndinni The Texas Chainsaw Massacre: The Beginning, en leikkonan lék í myndinni sem Form framleiddi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.