Prinsinn fær alvörustarf í París

Jóakim er ofursti í danska hernum.
Jóakim er ofursti í danska hernum. Kongehuset.dk/Kamilla Bryndum

Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Danadrottningar, mun dvelja í Frakklandi næstu þrjú ár þar sem hann hefur fengið starf í danska sendiráðinu í París að því fram kemur á vef Ekstra Bladet. Jóakim þekkir landið vel enda hefur hann haldið til í Frakklandi að undanförnu við nám í herskóla. 

Konunglegur sérfræðingur Ekstra Bladet vill meina að nýja staðan sé meira upp á punt en mikilvægt staða í sendiráðinu. Starf Jókims snýr að samskiptum Frakka og Dana þegar kemur að varnarmálum. Konunglegi sérfræðingurinn segir stöðuna þó skynsamlega þar sem Jóakim hafði lítið að gera í Danmörku. 

Staðan var auglýst og var frestur til þess að skila inn umsóknum í apríl. Fleiri eru sagðir hafa haft áhuga en Jóakim fékk starfið. Jóakim telst varla vanhæfur enda með mikla reynslu úr danska hernum og hefur nýlokið námi í virtum herskóla í Frakklandi. 

Prinsinn verður ekki á launum hjá utanríkisþjónustunni en verður þrátt fyrir það launahæsti maðurinn á nýja vinnustaðnum. Jóakim fær góðan vasapening frá danska ríkinu vegna ætterni síns. 

Prinsinn er með sterka tengingu við Frakkland. Hann talar frönsku en faðir hans, Hinrik prins, var franskur. Núverandi eiginkona Jóakims, Marie Ag­at­he Odile Ca­vallier, er jafnframt frönsk. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.