Sótti óvænt um skilnað eftir 7 ára hjónaband

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, umboðsmanninum Brandon Blackstock, að því er fram kemur á vef E! Clarkson sótti um skilnaðinn í síðustu viku en ekki kemur fram hvenær sambandinu lauk. 

Clarkson er sögð krefjast forræði fyrir börnum þeirra. Hjónin sem giftu sig árið 2013 eiga saman tvö börn sem fædd eru árin 2014 og 2016. Fyrir átti Blackstock tvö börn úr fyrra hjónabandi. 

Clarkson varð heimsfræg árið 2002 þegar hún vann fyrstu þáttaröðina af American Idol. Fjórum árum seinna hitti hún Blackstock fyrst á æfingu fyrir tónlistarverðlaun. Þau byrjuðu þó ekki saman fyrr en sex árum seinna þegar þau hittust aftur. Blackstock bað Clarkson eftir tíu mánaða langt samband. 

Heimildarmenn E! segja að skilnaðurinn hafi komið á óvart og vinir og fjölskylda séu í áfalli. 

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði heimildarmaður. „Þetta er svo sorglegt fyrir börnin. Þau voru alltaf svo ástrík fjölskylda. Þau virtust aldrei eiga við nein vandamál að stríða.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú sért það sjálfur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú sért það sjálfur.