Gítar Kurt Cobain á uppboði

Gítarinn, sem tónlistarmaðurinn Kurt Cobain spilaði á á hinum frægu MTV Unplugged-tónleikum, verður seldur á uppboði á föstudaginn. Gítarinn er af gerðinni 1959 Martin D-18E og er hann metinn á 1 milljón Bandaríkjadala eða rúmar 134 milljónir íslenskra króna.

MTV Unplugged-tónleikar Nirvana fóru fram í nóvember árið 1993, fimm mánuðum áður en Cobain lést aðeins 27 ára að aldri. 

„Þessi mikilvægi gítar er á réttmætum stalli í rokksögunni sem hljóðfæri sem einn áhrifamesti tónlistarmaður spilaði á og íkon á einum flottustu og eftirminnilegustu tónleikum allra tíma, sagði Darren Julien, forseti uppboðshússins Julien's sem býður gítarinn upp. 

Gítarnum fylgir upprunalega taskan sem Cobain hafði skreytt með límmiða pönkrokksbandsins Poision Idea. Á henni er einnig að finna þrjá flugmiða. Í henni eru hálfur pakki af strengjum og gítarnöglum.

Uppboðshúsið hefur áður boðið upp grænu peysuna sem Cobain var í á hinum margrómuðu tónleikum Nirvana í nóvember 1993. Peysan ólívugræna seldist fyrir 334 þúsund Bandaríkjadali eða tæpar 42 milljónir. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar þér ef þú ert nógu ákveðinn. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar þér ef þú ert nógu ákveðinn. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því.