Gítar Kurt Cobain á uppboði

Gítarinn, sem tónlistarmaðurinn Kurt Cobain spilaði á á hinum frægu MTV Unplugged-tónleikum, verður seldur á uppboði á föstudaginn. Gítarinn er af gerðinni 1959 Martin D-18E og er hann metinn á 1 milljón Bandaríkjadala eða rúmar 134 milljónir íslenskra króna.

MTV Unplugged-tónleikar Nirvana fóru fram í nóvember árið 1993, fimm mánuðum áður en Cobain lést aðeins 27 ára að aldri. 

„Þessi mikilvægi gítar er á réttmætum stalli í rokksögunni sem hljóðfæri sem einn áhrifamesti tónlistarmaður spilaði á og íkon á einum flottustu og eftirminnilegustu tónleikum allra tíma, sagði Darren Julien, forseti uppboðshússins Julien's sem býður gítarinn upp. 

Gítarnum fylgir upprunalega taskan sem Cobain hafði skreytt með límmiða pönkrokksbandsins Poision Idea. Á henni er einnig að finna þrjá flugmiða. Í henni eru hálfur pakki af strengjum og gítarnöglum.

Uppboðshúsið hefur áður boðið upp grænu peysuna sem Cobain var í á hinum margrómuðu tónleikum Nirvana í nóvember 1993. Peysan ólívugræna seldist fyrir 334 þúsund Bandaríkjadali eða tæpar 42 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant