Hjónabandsráðgjöf á Zoom

Kardashian gerir sitt besta.
Kardashian gerir sitt besta. AFP

Kim Kardashian West er sögð vera staðráðin í því að bjarga hjónabandi hennar og Kanye West.

Mikið hefur mætt á samband þeirra undanfarið en þau eiga fjögur börn saman. Kardashian er sögð vera afar ósátt við fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna um að samband þeirra standi á brauðfótum. Til þess að bæta úr sambandinu hefur Kardashian skipulagt nokkur stefnumót fyrir sig og West en veitingastaðir þar ytra eru óðum að opna eftir samkomubann. 

Þá hefur hún einnig bókað nokkra tíma hjá hjónabandsráðgjafa sem mun eiga sér stað í fjarfundarkerfi Zoom.

Kardashian getur ekki hugsað sér að ganga í gegnum annan skilnað og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að svo verði ekki.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.