Bara byrjunin hjá Vísindakirkjunni

Leikkonan Leah Remini veldur miklum usla eftir úrsögn sinni úr …
Leikkonan Leah Remini veldur miklum usla eftir úrsögn sinni úr Vísindakirkjunni.

Leikkonan Leah Remini segir að kæra Mastersons fyrir þrjár nauðganir sé bara byrjunin fyrir Vísindakirkjuna. Remini er þekkt fyrir að fara hörðum orðum um Vísindakirkjuna en hún var eitt sinn meðlimur í kirkjunni til margra ára. 

„Loksins er farið að hlusta á fórnarlömb Vísindakirkjunnar. Þökkum Guði! Þetta er bara byrjunin, dagar ykkar eru taldir með að komast upp með svona,“ segir Remini á Twitter síðunni sinni. 

Masterson er ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum á heimili sínu á árunum 2001-2003. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er ákærður fyrir nauðgun en fjórar konur lögðu fram kærur í febrúar síðastliðnum. Ákærurnar voru felldar niður vegna skorts á sönnungargögnum og fyrningum. Lögfræðingur Mastersons neitar öllum ásökunum á hendur skjólstæðings síns. Nauðganirnar eiga að hafa átt sér stað á hátindi ferils Mastersons þegar hann lék í sjónvarpsþáttunum That 70´Show.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu þó engar áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu þó engar áhyggjur.