Giftu sig í óvæntu brúðkaupi

Raven-Symoné og Miranda Maday gengu í það heilaga á dögunum.
Raven-Symoné og Miranda Maday gengu í það heilaga á dögunum. Skjáskot/Instagram

Barnastjarnan Raven-Symoné giftist kærustu sinni Miröndu Maday í óvæntri brúðkaupsveislu nú á dögunum. Hún tilkynnti um brúðkaupið á Instagram í gær.

Raven-Symoné sagði í færsluni að hún hafi gifst konu sem skyldi hana fullkomlega og vissi hvað gerði hana hamingjusama og hvað ekki. 

Raven-Symoné hefur verið í kastljósinu frá því að hún var 3 ára gömul þegar hún fékk hlutverk í The Cosby Show. Hún sagði í viðtali árið 2016 að reynsla hennar sem barnastjarna hafi haft mikil áhrif á hugmyndir hennar um eigin kynhneigð. 

Hún sagðist hafa vitað að hún laðaðist að konum þegar hún var 12 ára gömul en alltaf falið tilfinningar sínar. „Ég neyddi eiginlega sjálfa mig til þess að hafa áhuga á strákum,“ sagði Raven-Symoné í viðtalinu árið 2015. 

„Ég hélt ég myndi aldrei koma út úr skápnum því mitt einkalíf skipti ekki máli. Það eina sem skipti máli var Raven-Symoné-vörumerkið,“ sagði Raven-Symoné. 

Hún bætti við að þegar hún hafi komið út úr skápnum hafi hún fundið fyrir miklum létti og leið eins og hún gæti verið hún sjálf á meðal fólks. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.