Beyoncé styður réttindabaráttu svartra með nýju lagi

Textinn í laginu, sem heitir Black Parade, er helgaður réttindabaráttu …
Textinn í laginu, sem heitir Black Parade, er helgaður réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. mbl.is/AFP

Beyoncé gaf óvænt út nýtt lag í gær, á þrælafrídaginn (e. Juneteenth), en þess er þá minnst að á þeim degi árið 1865 var síðustu þræl­um í Banda­ríkj­un­um gefið frelsi.

Textinn í laginu, sem heitir Black Parade, er helgaður réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. 

„Put your fists up in the air, show black love,“ og „Need peace and reparation for my people,“ segir meðal annars í textanum. Lagið hefur fengið tæp milljón áhorf á YouTube. 

Þrælafrídagurinn á rætur sínar að rekja til Texas, heimaríkis Beyoncé, en nú er haldið upp á hann víða um land og er frí­dag­ur í nokkr­um ríkj­um og vilja marg­ir að dag­ur­inn sé gerður að frí­degi á landsvísu. Hef­ur sú krafa fengið byr und­ir báða vængi í mót­mæl­um gegn kynþátta­for­dóm­um sem geisað hafa um öll Banda­rík­in síðustu vik­ur.

Í textanum vísar Beyoncé einnig í kórónuveirufaraldurinn og lögregluofbeldi, sem og Tamiku Mallory, sem er ötull aðgerðasinni þegar kemur að kvenréttindum og réttindum svartra. 

Beyncé hefur látið til sín taka í réttindabaráttunni upp á síðkastið, meðal annars með því að hvetja Daniel Ca­meron, rík­is­sak­sókn­ara Kentucky-rík­is í Banda­ríkj­un­um, til þess að leggja fram ákæru á hend­ur þrem­ur lög­reglu­mönn­um sem komu að morðinu á Breonnu Tayl­or. 

Þá opnaði hún nýverið heimasíðu þar sem sjá má lista yfir fyrirtæki sem eru í eigu svartra Bandaríkjamanna, fyrirtæki sem selja allt frá tískufatnaði til húsgagna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.