Sækir um skilnað í fjórða skiptið

Stacey Dash hefur sótt um skilnað.
Stacey Dash hefur sótt um skilnað. Skjáskot/Instagram

Clueless-stjarnan Stacey Dash hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Jeffrey Marty. Dash og Marty gengu í það heilaga árið 2018. 

Marty er fjórði eiginmaður Dash en hún var áður gift Brian Lovell, James Maby og Emmanuel Xuereb. Dash og Marty giftu sig eftir að hafa þekkst í aðeins 10 daga.

Samkvæmt skilnaðarpappírunum sem TMZ hefur undir höndum tilgreinir Dash að þau hafi skilið að borði og sæng þann 1. október síðastliðinn. Dash og Marty eiga engin börn saman og engar eiginir saman svo skilnaðurinn ætti að ganga smurt fyrir sig. 

Þann 30. september síðastliðinn, daginn áður en þau skildu að borði og sæng var Dash handtekin grunuð um að hafa beitt eiginmann sinn ofbeldi. Kæran var hinsvegar látin fallan niður og Dash losnaði skömmu síðar úr varðhaldi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.