„Elsta kona sem ég hef sængað hjá“

Robbie Williams og Ayda Field.
Robbie Williams og Ayda Field. AFP

Söngvarinn Robbie Williams gaf eiginkonu sinni Aydu afmælisköku sem á stóð: „Þú ert formlega elsta konan sem ég hef sængað hjá,“ en Ayda varð 41 árs í maí. Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti Aydu Postcards From The Edge.

Williams er þekktur fyrir að vera hress en hann líkti fæðingu sonar síns við það að horfa á uppáhaldsbarinn sinn brenna til grunna. Saman eiga þau fjögur börn. 

Þá hafa hjónin verið öflug á samfélagsmiðlum og birt reglulega myndir af sér heima í ýmsum múnderingum meðan á samkomubanni stendur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.