Gítar Cobain sá dýrasti sem selst hefur á uppboði

Kassagítar Kurts Cobain seldist á uppboði fyrir sex milljónir dollara, …
Kassagítar Kurts Cobain seldist á uppboði fyrir sex milljónir dollara, eða sem nemur 830 milljónum króna. AFP

Kassagítar sem Kurt Cobain, söngvari Nirvana, spilaði á í upptökum á órafmögnuðum tónleikum MTV-sjónvarpsstöðvarinnar árið 1993, seldist á uppboði fyrir sex milljónir dollara um helgina, eða sem nemur rúmum 830 milljónum króna.

Cobain lést aðeins fimm mánuðum eftir upptökurnar. Gítar hefur aldrei selst á jafn háu verði á uppboði í tónlistarsögunni, en í fyrra seldist gítar David Gilmour úr Pink Floyd fyrir fjórar milljónir dollara. 

Gítar Cobains, sem er af gerðinni Martin D-18E og var smíðaður árið 1959, er nú í eigu Ástralans Peter Freedman, en hann er eigandi hljóðnemaframleiðandans Rode Microphones. Freedman hyggst ferðast með gítarinn um heiminn.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.