Bieber neitar ásökunum um kynferðisofbeldi

Justin Bieber neitar ásökun um kynferðisofbeldi.
Justin Bieber neitar ásökun um kynferðisofbeldi. AFP

Kanadíski tónlistamaðurinn Justin Bieber neitar ásökunum um að hafa beitt konu kynferðisofbeldi árið 2014. Bieber hefur birt skjáskot af tölvupóstum og kvittunum frá hóteli til þess að sanna mál sitt. 

Á laugardagskvöldi steig kona fram á Twitter undir nafninu Danielle. Hún sagði tónlistarmanninn hafa beitt hana kynferðisleguofbeldi árið 2014 þegar hún var 21 árs og hann 20 ára. Hún hefur eytt tístunum síðan þá.

Danielle sagði að hún hafði Bieber á viðburði í Texas og sagði að henni og vinkonu hennar hefði verið boðið í partý á hótelinu sem Bieber dvaldi á. Hún segir Bieber hafa brotið á sér þar. Danielle tilgreindi ekki vinkonur sínar og hefur ekki talað opinberlega um málið áður. Aðgangur hennar á Twitter er ekki lengur virkur og hafa fjölmiðlar ekki náð tali af henni. 

„Ég svara vanalega ekki svona ásökunum þar sem ég hef þurft að takast á við handahófskenndar ásakanir allan minn feril. En eftir samtal við eiginkonu mína og teymið mitt hef ég ákveðið að svara þessum ásökunum,“ sagði Bieber í þræði á Twitter í gær. 

Hann segir að einhverjir gætu trúað ásökununum þar sem adáandi hans tísti þann 10. mars 2014 að hann væri á umræddu hóteli, Four Season hótelinu í Austin í Texas. 

Bieber sýndi fram á að hann hefði ekki verið á umræddu hóteli á umræddum tíma og sýndi kvittanir og tölvupósta til að staðfesta það. 

„Slúður er slúður en kynferðisofbeldi er eitthvað sem ég tek alvarlega. Mig langaði að tala um þetta strax en vegna virðingar við fórnarlamba sem takast á við þessi vandamál daglega langaði mig til að safna upplýsingum um staðreyndir áður en ég tjáði mig,“ sagði Bieber. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.