Átök konunglegu bræðranna skoðuð í nýrri bók

Átök bræðranna verða skoðuð í sögulegu ljósi.
Átök bræðranna verða skoðuð í sögulegu ljósi. AFP

Samband bræðranna Harry og Vilhjálms Bretaprinsa er í brennidepli nýrrar bókar sem kemur út í haust. Bókin Battle of Brohers: William and Harry - the Friendship the Feuds mun fjalla um hið einstaka og flókna samband sem bræðurnir eiga. 

Höfundur bókarinnar er Robert Lacey, ævisöguritari og ráðgjafi handritshöfunda þáttanna The Crown. Áætlað er að bókin komi út í október næstkomandi.

Bókin mun varpa ljósi á samband bræðranna í sögulegu samhengi og útskýra hvernig sambönd „ríkisarftakans“ og „aukabarnsins“ hafa verið í gegnum söguna. 

Um bókina segir á vef Amazon: „Heimurinn hefur fylgst með Vilhjálmi Bretaprinsi og Harry Bretaprinsi frá því þeir fæddust. Díana prinsessa ól þá upp sem nána bræður, hvernig hafa prinsarnir nú vaxið í sundur?“

Því er einnig lofað að bókin muni varpa ljósi á hvernig eiginkonur bræðranna, Katrín hertogaynja og Meghan hertogaynja, höfðu áhrif á samband þeirra auk þess sem ljósi verður varpað á af hverju Harry og Meghan ákváðu að segja sig frá konunglegum skyldum sínum og flytja til Los Angeles með son sinn Archie. 

Skjáskot
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.