Fjórar Riverdale-stjörnur sakaðar um kynferðisofbeldi

Cole Sprouse og Lili Reinhart neita bæði ásökununum.
Cole Sprouse og Lili Reinhart neita bæði ásökununum. Samsett mynd

Fjórar stjörnur í unglingaþáttunum vinsælu Riverdale voru um helgina sakaðar um að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Leikarinn Cole Sprouse og leikkonan Lili Reinhart hafa bæði neitað ásökununum. 

Ásakanirnar voru opinberaðar á dularfullum reikningi á Twitter á sunnudag. Aðgangurinn @Victori66680029 sakaði Sprouse um að hafa beitt kynferðisofbeldi í partýi árið 2013. 

 

 

Leikararnir Vanessa Morgan og KJ Apa voru einnig sökuð um að hafa beitt kynferðisofbeldi á sambærilegum aðgangi á Twitter. „Sjáið hvað það er auðvelt að ljúga og þið trúið því? Vanessa Morgan og KJ Apa gerðu ekki neitt. Þið trúið öllu,“ var skrifað á aðganginn seinna sama dag. 

Sprouse og Reinhart eru þau einu sem hafa svarað fyrir sig á Twitter. Bæði segja þau að ekkert sé til í ásökununum og að falskar játningar um kynferðisofbeldi dragi úr raunverulegum játningum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. 

Þau sögðust bæði ætla að vinna með lögfræðingum til að komast til botns í málinu. 

Tvær aðrar stjörnur voru ásakaðar á Twitter um að hafa beitt kynferðisofbeldi um helgina. Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber var sakaður um að hafa beitt stúlku kynferðisofbeldi á hóteli í Austin í Texas árið 2014. Hann hefur neitað ásökununum og birt sönnunargögn þess efnis að hann hafi aldrei verið á umræddu hóteli á umræddum tíma. 

Bandaríski leikarinn Ansel Elgort sakaður um að hafa beitt 17 ára stúlku kynferðisofbeldi árið 2014. Í svari sínu á Twitter sagðist hann hafa átt í stuttu, löglegu sambandi við stúlkuna en hafi svo látið sig hverfa í stað þess að hætta með henni. Hann bað hana opinberlega afsökun á því hvernig sambandi þeirra lauk. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.