Andlát Bing úrskurðað sjálfsvíg

Bill Clinton og Steve Bing voru miklir félagar.
Bill Clinton og Steve Bing voru miklir félagar. AFP

Dánarstjóri í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing tók sitt eigið líf. BBC greinir frá. 

Bing fannst látinn fyrir utan lúxusíbúðabyggingu í Los Angeles á mánudag. Bing var eitt sinn í sambandi með leikkonunni Elizabeth Hurley og átti með henni soninn Damian. 

Margir hafa minnst Bing á samfélagsmiðlum síðustu daga, þar á meðal Hurley, Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og tónlistarmaðurinn Mick Jagger.

Bing var hvað þekktastur fyrir að hafa skrifað handritið að kvikmyndinni Kangaroo Jack, fjármagnað kvikmyndina The Polar Express og framleitt endurgerðina af kvikmyndinni Get Carter og heimildarmyndina um Rolling Stones. 

Jagger sagði Bing hafa verið góðan og örlátan vin sem studdi við góð málefni. Hann sagðist myndu sakna hans mikið. 

Hurley skrifaði í minningarorðum sínum að hún væri gríðarlega sorgmædd að fyrrverandi kærasti sinni væri fallinn frá. 

Bing var stuðningsmaður Bill Clinton og lagði töluverða fjármuni í stofnun hans. Hann greiddi einnig fyrir ferð Clinton til Norður Kóreu árið 2009. „Ég elskaði Steve Bing mjög mikið. Hann var með stórt hjarta og vildi gera allt sem hann gat fyrir fólk og málefni sem hann trúði á. Ég mun sakna hans og ákefðar hans meira en ég get komið í orð. Ég vona að hann hafi loksins fundið friðinn,“ sagði Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi um Bing.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.