Gat ekki hætt að hlæja að „framlagi Íslands“

„Ég gat ekki hætt að hlæja þegar ég heyrði það,“ …
„Ég gat ekki hætt að hlæja þegar ég heyrði það,“ segir Rachel McAdams um lagið Volcano Man sem er framlag Íslands í Eurvision í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Skjáskot úr myndskeiðinu

Rachel McAdams, sem fer með hlutverk hinnar íslensku Sigritar Ericksdóttur í kvikmynd Netflix um Eurovision, gat ekki hætt að hlæja þegar hún heyrði lagið Volcano Man. 

Lagið, sem er sungið af Will Ferrell, er framlag Íslands í Eurovision í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, en Ferrell er handritshöfundur myndarinnar og fer með aðalhlutverk ásamt McAdams. 

„Þetta er kraftmikið lag,“ segir McAdams í viðtali á BBC þar sem hún fer yfir tökuferli myndarinnar, sem var meðal annars tekin upp á Húsavík. „Ég gat ekki hætt að hlæja þegar ég heyrði það,“ bætir hún við en lagið hefur fengið góðar viðtökur hjá sönnum Eurovision-aðdáendum enda er öllu tjaldað til.  

Í viðtalinu lýsir hún því einnig hversu mikið hún dáir írska spjallþáttakónginn Graham Norton sem bregður fyrir í myndinni og segir hún hann hafa unnið mikinn leiksigur. 

En getur McAdams hugsað sér að taka þátt í Eurovision á næsta ári? 

„Já,“ svarar hún, með efasemdar tón þó. „Ég veit ekki hvort einhver vill sjá það,“ segir hún og skellihlær. 

Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er væntanleg á Netflix á föstudaginn, 26. júní.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.