Ný plata frá Jónsa í október

Umslagið á nýrri plötu Jónsa sem kemur út í október.
Umslagið á nýrri plötu Jónsa sem kemur út í október.

Tónlistarmaðurinn Jónsi sem er auðvitað best þekktur fyrir störf sín með Sigur Rós mun gefa út plötuna Shiver þann annan október en það er hans önnur sólóplata. Sú fyrri kom út fyrir áratug og í dag kemur „Swill“ sem er annað lag plötunnar sem heyrist opinberlega.

Útgáfan er á vegum Krunk plötuútgáfunnar. Sænska söngkonan Robyn kemur fram á plötunni samkvæmt tilkynningu en einnig Liz Fraser sem gerði garðinn frægann á árum áður með hljómsveitinni Cocteau Twins. Upptökustjórn er að hluta til í höndum A.G. Cook en „Exhale“ var fyrsta lagið af skífunni sem fólk fékk að heyra þegar það kom út fyrir skömmu.

Á Shiver „mætir lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar okkar,“ segir í tilkynningu en myndbandi við lagið er leikstýrt af Barnaby Roper og hreyfihönnun er eftir Pandagunda. 

Ellefu lög verða á Shiver:

1. Exhale
2. Shiver
3. Cannibal (ásamt Liz Fraser)
4. Wildeye
5. Sumarið Sem Aldrei Kom
6. Kórall
7. Salt Licorice (ásamt Robyn)
8. Hold
9. Swill
10. Grenade
11. Beautiful Boy
Skjáskot úr myndbandinu við Swill.
Skjáskot úr myndbandinu við Swill.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson