Ekkert verður af frumsýningu á Húsavík

Norðurþing fær ekki að heimsfrumsýna Eurovison Song Contest: The Story …
Norðurþing fær ekki að heimsfrumsýna Eurovison Song Contest: The Story of Fire Saga. Samsett mynd

Ekkert verður af frumsýningu kvikmyndarinnar Eurovision Song Contest: The Story Of Fire Saga á Húsavík á morgun. Til stóð að bjóða bæjarbúum á frumsýningu kvikmyndarinnar í Íþróttahöllinni á Húsavík á morgun en myndin var tekin upp þar í bæ og þó nokkrir bæjarbúar komu að verkefninu.

Frumsýningin strandaði á framleiðslufyrirtækinu, en streymisveitan Netflix framleiðir myndina. Netflix tekur ekki þátt í neinum hópviðburðum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins um þessar mundir og því gáfu þeir ekki grænt ljós á frumsýninguna.

„Eftir viðræður við forsvarsmenn Netflix sem upphaflega tóku erindinu vel er niðurstaðan því miður sú síður að vegna reglna fyrirtækisins á heimsvísu um opinberar sýningar á þeirra efni á tímum heimsfaraldurs, Covid-19, er okkur ekki heimilt að efna til þessarar opnu sýningar,“ segir í tilkynningu á vef Norðurþings.

Þó ekki verði af heimsfrumsýningu á Húsavík mun kvikmyndin engu að síður verða aðgengileg á streymisveitu Netflix á morgun og því geta Húsvíkingar sem og aðrir notið kvikmyndarinnar heima í stofu. 

Eurovision Song Contest: The Story Of Fire Saga hefur ekki fengið góða dóma á erlendum fréttasíðum. Breska blaðið The Guardian gaf henni einungis tvær stjörnur af fimm mögulegum og Variety sagði söguþráðinn þunnan og minna á lélegan grínskets. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson