Fyrrverandi eiginkona Elton John höfðar mál gegn honum

Renata fer í mál við Elton John.
Renata fer í mál við Elton John. AFP

Renate Blauel, fyrrverandi eiginkona tónlistarmannsins Sir Elton John, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginmanni sínum. John og Blauel giftu sig árið 1984 og skildu árið 1988 og kom hann út úr skápnum nokkru seinna.

Blauel hefur haldið sig úr sviðsljósinu síðan hún skildi við John árið 1988 en hefur nú komið sér í sviðsljósið. Hún fer fram á lögbann gagnvart John en óljóst er hverju hún vill fá lögbann yfir en talið er að hún vilji hindra að hann opinberi einhverjar upplýsingar eða taki þær úr birtingu.

Aukinn áhugi á sambandi Blauel og John skapaðist eftir að ævisögukvikmyndin um John, Rocketman, kom út á síðasta ári. Þá gaf John einnig út sjálfsævisögu sína á síðasta ári þar sem hann fjallaði um skilnaðinn. 

„Ég braut hjarta manneskju sem ég elskaði og elskaði mig skilyrðislaust, ég gat ekki kennt henni um. Þrátt fyrir allan sársaukann var engin beiskja. Í mörg ár eftir skilnaðinn, þegar eitthvað skeði í mínu lífi, bönkuðu fjölmiðlar á hurðina hjá henni og vildu fá hana til að hrauna yfir mig, en hún gerði það aldrei. Hún sagði þeim að láta hana í friði,“ skrifaði John um fyrrverandi eiginkonu sína í sjálfsævisögu sinni. 

Frétt The Guardian um málið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Dagurinn í dag er peningadagur. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Dagurinn í dag er peningadagur. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.