Gagnrýnendur hrauna yfir Eurovision-kvikmyndina

Rachel McAdams og Will Ferrell fá falleinkun.
Rachel McAdams og Will Ferrell fá falleinkun. Skjáskot/Youtube

Peter Bradshaw, kvikmyndagagnrýnandi breska blaðsins The Guardian, gefur Eurovison-kvikmynd Will Ferrell aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum. Eurovision Song Contest: The Story Of Fire Saga verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 26. júní. 

Bradshaw rífur kvikmyndina í sig og segir hana alls ekki hitta í mark. Hann segir hana skrítna og taktlausa. Hann segir nokkra brandara ná í gegn en að öðru leyti sé hún skrítin. 

„Þar að auki getum við aldrei raunverulega hlegið að Eurovision keppninni sjálfri, af því að Eurovision fékk augljóslega sitt að segja um framleiðslu kvikmyndarinnar. Það er líka augljóst að Ferrell hefur skilið að það væri ekki rétt skref að gera grín að keppninni, rétta aðferðin er að fagna henni,“ segir Bradshaw. 

Kvikmyndagagnrýnandi Variety, Owen Gleiberman, var ekki heldur hrifinn af kvikmyndinni. Hann segir hana vera eins og skets úr grínþáttunum Saturday Night Live, en að plottið sé mjög þunnt og teygt. 

„Í raun og veru er þetta illa tekin kvikmynd byggð á einum brandara. „Eurovision Song Contest“ er dæmi um hvað getur gerst þegar Netflix gefur listamanni tauminn lausan. Þau gefa grænt ljós og háar fjárupphæðir til verkefnis sem þarf að vinna töluvert lengra áfram svo hægt sé að kalla það fyndið,“ segir Gleiberman.

The Sunday Times er töluvert jákvæðari en Guardian og Variety og gefur kvikmyndinni 4 stjörnur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hika við að segja fjölskyldumeðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hika við að segja fjölskyldumeðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn.