Ágústa Eva og Gunni sleppa dýrinu lausu

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson.
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Ljósmynd/Saga Sig

Ágústa Eva og Gunni Hilmarsson sem eru í hljómsveitinni Sycamore Tree voru að gefa frá sér splunkunýjan smell. Um er að ræða lagið Beast in My Bones.

„Við höfum sjaldan verið jafnspennt fyrir útgáfu lags eins og Beast In My Bones og nú sleppum við þessu dýri lausu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir. 

„Beast in My Bones er fyrsta lagið sem við sendum af EP-plötu sem kemur út í ágúst og er hliðarverkefni stóru plötunnar sem kemur út í haust þar sem við erum að fókusa á köntrý-ástríðuna í okkur báðum. Við erum bæði mikið köntry-fólk. Þetta er kannski bara Sycamore-kön-Tree,“ segir Gunni Hilmarsson.

Saga þessa lags er soldið spes.

„Eftir að hafa beðið á Keflavíkurflugvelli í hálfan sólarhring með alla fjölskylduna var fluginu aflýst. Ég fór heim og settist út í sólina með gítarinn og þetta lag kom á svipstundu. Það er ekkert víst að það hefði gerst ef aðstæður hefðu verið öðruvísi og dagurinn hefði þróast eins og hann átti að gera,“ segir hann. 

Lagið var síðan klárað þegar Gunni sat á sundskýlunni á Ítalíu í júni á síðasta ári þegar flugið loksins fór frá Íslandi. „Síðan liggur lagið í dvala og raunar gleymt þangað til ég er að fara yfir símann sinn í desember. Þar fann ég þetta lag og sendi Águstu Evu það og hún segir strax að þetta sé besta lag sem ég hef samið og þetta verði að fara í vinnsluvélina strax! Textinn er síðan fullmótaður í samstarfi okkar beggja. Lagið fjallar um tvo einstaklinga sem eiga í sambandi en draga það versta fram í hvort öðru og er mikil barátta í gangi. Samband sem er ástríðufullt en dramatískt og ekki heilsusamlegt! Hljómurinn er svona „spaghetti“-vestrastemning með „dash“ af Tarantino enda veröld sem við Ágústa Eva þekkjum vel.“

Lagið var frumflutt á tónleikum þeirra í Fríkirkjunni í febrúar og var kórinn Bartóna, Kór Kaffibarsins, með þeim þar í laginu og sú útgáfa tekin svo upp núna í mars og apríl.

Arnar Guðjónsson útsetur lagið og spilar á gítar, bassa, trommur og hljómborð og Þorleifur Gaukur spilar á gítar, pedal steel-gítar og munnhörpuna. 

Hér er hægt að hlusta á lagið á Spotify: mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hika við að segja fjölskyldumeðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hika við að segja fjölskyldumeðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn.