Eliza segir Guðna jafn skemmtilegan og fyrir 20 árum

Eliza birti gamla mynd af þeim hjónum með kveðjunni.
Eliza birti gamla mynd af þeim hjónum með kveðjunni. Ljósmynd/Facebook

Eliza Reid forsetafrú segir eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, enn jafn skemmtilegan, indælan og hugulsaman og þegar hún hitti hann fyrst fyrir meira en 20 árum. 

Guðni fagnar 52 ára afmæli sínu í dag, 26. júní. 

„Ég er svo stolt af honum sem manneskju, eiginmanni, vini, sagnfræðingi og auðvitað forseta. Guðni er lítið fyrir gjafir og veislustand en ég veit að hann kynni vel að meta ef fólk legði sig sérstaklega fram í dag – og alla daga – að vera gott hvert við annað,“ segir Eliza í afmæliskveðju sinni til eiginmannsins í dag. 

Eliza endar kveðju sína á að minna fólk á að kjósa á morgun, en Guðni sækist eftir endurkjöri til forseta Íslands. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.