Hvítir hætta að tala fyrir persónur af öðrum uppruna

Ákvörðun Fox um að láta hvíta leikara hætta að tala …
Ákvörðun Fox um að láta hvíta leikara hætta að tala fyrir persónur af öðrum uppruna kemur í framhaldi af mótmælaöldu í kjölfar dauða George Floyds. AFP

Hvítir leikarar munu framvegis ekki tala fyrir teiknimyndapersónur af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons og Family Guy. 

Kvikmyndaframleiðandinn Fox hefur um árabil sætt gagnrýni þessu tengdri, einna helst fyrir að láta leikarann Hank Azaria túlka indverskættaða verslunarmanninn Apu frá því að hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 1990. Azaria hætti að tala fyrir Apu í janúar. 

Fox hefur nú tekið stærra skref með ákvörðun sinni og kemur hún í framhaldi af mótmælaöldu í kjölfar dauða George Floyds. Mótmælendur berjast gegn langvarandi kerfisbundnum kynþáttafordómum sem ná yfir vítt svið og er skemmtanabransinn ekki undanskilinn. 

Hvítir leikarar sem munu hætta að tala fyrir ákveðnar persónur eru til að mynda Mike Henry og Kristen Bell. Henry hefur talað fyrir Cleveland Brown í Family Guy í 20 ár. „Ég elska þessa persónu,“ segir Henry, en bætir við að réttast sé að leikarar af sama uppruna og persónan tali fyrir viðkomandi.

Frétt BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.