Skildi ekki samkynhneigð

Reese Witherspoon skildi ekki hvað samkynhneigð var áður en hún …
Reese Witherspoon skildi ekki hvað samkynhneigð var áður en hún kom til Los Angeles. AFP

Leikkonan Reese Witherspoon viðurkennir að hún hafi ekki skilið hvað samkynhneigð var þangað til hún flutti til Los Angeles-borgar til að hefja feril sinn sem leikkona. 

Witherspoon segir að hún hafi verið alin upp í mjög lokuðu umhverfi og enginn í hennar fjölskyldu hafi talað um kynhneigð eða nokkuð því tengt. Hún kynntist því hinsegin samfélaginu ekki fyrr en hún flutti til borgarinnar. Hún ræddi við leikkonuna Reginu King í leikaraspjalli Variety, Actors on actors.

„Enginn talaði við mig um kynhneigð þegar ég var unglingur. Ég skildi ekki hvað kynhneigð var. Amma mín og afi útskýrðu það ekki. Foreldrar mínir útskýrðu það ekki. Ég þurfti að læra það af manneskju sem ég kynntist í áheyrnarprufum í Los Angeles,“ sagði Witherspoon. 

Witherspoon fæddist í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum en faðir hennar er ættaður frá Georgíu og móðir hennar Tennessee. Hún var alin upp í bandarísku biskupakirkjunni. 

Hún hefur áður talað um í viðtölum að hún hafi flust frá suðurríkjunum til Los Angeles til að losna úr hinu íhaldssama samfélagi sem hún var alin upp í. 

„Ég var alin upp í mjög íhaldssamri fjölskyldu og mjög íhaldssömu samfélagi, svo ég hef alltaf dregið í efa þær hugmyndir og trúarskoðanir sem ég ólst upp við,“ sagði Witherspoon. 

Hún leikur nú í þáttunum Little Fires Everywhere sem fjallar um samskipti tveggja fjölskyldna. Önnur þeirra er hvít og hin svört. Þættirnir snerta á mörgu, þar á meðal kynþáttafordómum og samkynhneigð.

Þótt þættirnir séu byggðir á samnefndri bók eftir Celeste Ng fékk Witherspoon eina setningu lánaða hjá ömmu sinni í þættina en amma hennar hafði sagt henni að samkynhneigð væri mjög sjaldgæf. 

„Við tókum inn hluta af samtali sem ég átti við ömmu mína eftir á  hún sagði: „Samkynhneigð er mjög sjaldgæf, Reese. Þetta gerist ekki mjög oft“ – og settum hana inn í handritið. Persónan sem ég leik, Elena, segir hana því þetta er það sem var sagt við mig í Nashville í Tennessee árið 1994,“ sagði Witherspoon. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.