Sömu danstaktarnir og hjá mömmu

Mæðgurnar Kate Hudson og Goldie Hawn eru mjög nánar ef …
Mæðgurnar Kate Hudson og Goldie Hawn eru mjög nánar ef marka má viðtöl við þær í fjölmiðlum. mbl.is/AFP

Leikkonan Kate Hudson er með danstakta móður sinnar, gamanleikkonunnar Goldie Hawn. Í raun má segja að fáar konur dansi eins og Hawn, eins og sést hefur í gegnum árin í þeim gamanmyndum sem hún hefur leikið og dansað í.

Bæði Hudson og Hawn eru öflugar fyrirmyndir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að hugsa vel um sig, vera útivinnandi, eiga stóra fjölskyldu og njóta um leið velgengni. 

Hudson hefur margoft talað um það hvað móðir hennar sé mikil fyrirmynd að öllu leyti. Það er áhugavert að sjá hversu mikil áhrif móðir getur haft á dóttur sína og öfugt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.