Minnist látinnar dóttur sinnar

Pierce Brosnan.
Pierce Brosnan. Getty Images

Pierce Brosnan leikari minnist dóttur sinnar Charlotte á Instagram en hún lést aðeins 42 ára að aldri árið 2018 eftir baráttu við krabbamein í eggjastokkum. 

Í færslunni vísar hann í hina sígildu kvikmynd Casablanca með orðunum: „Here's looking at you kid ...“ 

Þá lést móðir hennar, Cassandra Harris, einnig úr sama sjúkdómi aðeins 43 ára að aldri árið 1991. Harris var fyrsta eiginkona Brosnans og ættleiddi hann Charlotte dóttur hennar frá fyrra hjónabandi.

Brosnan lýsti því í viðtali árið 2014 hversu erfitt væri að missa einhvern svona nákominn sér. „Að horfa á líf ástvinar étið upp smátt og smátt af þessum hræðilega sjúkdómi, slík sorg verður órjúfanlegur hluti af sálinni. Ég hélt í hönd fyrstu eiginkonu minnar Cassie þegar krabbameinið tók líf hennar allt of snemma. Og á síðasta ári (2013) hélt ég í hönd yndislegrar dóttur minnar Charlotte áður en hún dó úr þessum hræðilega og arfgenga sjúkdómi.“ 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.