Prinsessa ber örið með stolti

Eugenie prinsessa (t.v.) ásamt systur sinni Beatrice.
Eugenie prinsessa (t.v.) ásamt systur sinni Beatrice. AFP

Eugenie prinsessa birti mynd af öri á bakinu á sér á samfélagsmiðlum í tilefni af alþjóðlegum degi þar sem vakin er athygli á hryggskekkju. Hvetur hún aðra til þess að deila með sér myndum af örum sem hún mun svo endurbirta á Instagram.

Örið ber hún með stolti en það er tilkomið eftir skurðaðgerð vegna mikillar hryggskekkju þegar hún var tólf ára gömul. 

„Ég vil hvetja alla þarna úti sem hafa gengið í gegnum eitthvað svipað að deila því með mér. Verum stolt af örum okkar!“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem prinsessan vekur athygli á hryggskekkju en hún valdi að hafa brúðarkjól sinn opinn í bakið til að sýna örið og vildi þannig leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að breyta viðhorfi fólks til fegurðar.

Eugenie prinsessa starfar hjá alþjóðlega listagalleríinu Hauser & Wirth.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.