Netverjar hæðast að „íslenskum“ hreim Brosnans

Pierce Brosnan fer með hlutverk Íslendings í Eurovision-söngvamynd Will Ferell.
Pierce Brosnan fer með hlutverk Íslendings í Eurovision-söngvamynd Will Ferell. Ljósmynd/Instagram

Einhverjir notendur Twitter telja að íslenskur hreimur Pierce Brosnans í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sé ekki upp á marga fiska og líkist í raun frekar írskum eða velskum hreimi. 

Myndin kom út síðastliðinn föstudag og er framleidd af Netflix. Eins og frægt er orðið var hún tekin upp á Húsavík.

„Ég held að eina rannsóknarvinna Pierce Brosnans til að læra íslenskan hreim hafi verið að versla í Iceland í [velska bænum] Phllheli,“ skrifar einn  í lauslegri þýðingu blaðamanns.

Annar kveður hreiminn verri en frammistöðu Brosnans í söngleikjamyndinni Mamma Mia, að minnsta kosti hvað söng varðar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það, að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það, að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap.