Rob Kardashian segist vera snúinn aftur

Rob Kardashian var skælbrosandi á öllum myndum úr afmælinu.
Rob Kardashian var skælbrosandi á öllum myndum úr afmælinu. Skjáskot/Instagram

Robert Kardashian, bróðir þeirra Kim, Khloé, Kourtney, Kylie og Kendall, segist vera snúinn til baka. Robert er ekki með tærnar þar sem systur hans hafa hælana á samfélagsmiðlum en um helgina birti hann þrjár myndir af sér á Instagram.

Myndirnar eru úr 36 ára afmæli systur hans, Khloé, en hún hélt upp á afmælið sitt með sinni nánustu fjölskyldu um helgina.

Mörgum finnst Rob líta einstaklega vel út á myndunum og vera töluvert grennri en oft áður. Rob hefur átt í stríði við vigtina síðustu ár og lést og þyngst til skiptis. Auk þess hefur hann átt í opinberu stríði við barnsmóður sína og fyrrverandi kærustu, Blac Chyna, um forræði yfir dóttur þeirra Dream.

Rob birti myndir af sér með tveimur fyrrverandi mágum sínum sem mættir voru í veisluna, þeim Scott Disick og körfuboltamanninum Tristan Thompson.

View this post on Instagram

Woo back baby

A post shared by Rob Kardashian (@robkardashianofficial) on Jun 28, 2020 at 7:16pm PDT

View this post on Instagram

Appreciate it 🤙

A post shared by Rob Kardashian (@robkardashianofficial) on Jun 28, 2020 at 7:15pm PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.