Byrjuð aftur saman eftir dramatísk sambandsslit

Khloé Kardashian og Tristan Thompson eru byrjuð aftur saman.
Khloé Kardashian og Tristan Thompson eru byrjuð aftur saman. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian og körfuboltamaðurinn Tristan Thompson eru byrjuð aftur saman, tæpu einu og hálfu ári eftir dramatísk sambandsslit sem skóku Kardashian-fjölskylduna. 

Samkvæmt heimildarmanni People hafa þau Kardashian og Thompson ákveðið að gefa sambandi sínu annan séns, en saman eiga þau dótturina True sem er tveggja ára. 

„Tristan hefur lagt hart að sér að sýna sig og sanna og hefur verið frábær í föðurhlutverkinu,“ sagði heimildarmaður People. 

Parið ákvað að láta slag standa stuttu eftir að Kardashian fagnaði 36 ára afmæli sínu. Heimildarmenn sem voru í afmælisveislunni segja að þá þegar hafi þau hagað sér eins og þau væru í sambandi. 

Fyrir veisluna deildi Thompson fallegri afmæliskveðju til hennar á Instagram.

Það má með sanni segja að sambandsslit þeirra hafi vakið mikla athygli í febrúar á síðasta ári. Þau hættu saman eftir að hann sást kyssa Jordyn Woods, vinkonu Kylie Jenner, systur Kardashian, í partýi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.