Efron sýnir frá Íslandsheimsókn sinni

Zac Efron kynnti sér orkuframleiðslu á Íslandi.
Zac Efron kynnti sér orkuframleiðslu á Íslandi. Skjáskot/YouTube

Bandaríski leikarinn Zac Efron sýnir frá Íslands heimsókn sinni í nýjum heimildarþáttum á Netflix sem frumsýnd verður þann 10. júlí næstkomandi. 

Efron var hér á landi árið 2018 og kynnti sér meðal annars orkuframleiðslu landsins að því er fram kemur í stiklu fyrir heimildarþættina. 

Heimildarþættir fjalla um sjálfbæran og hollan lífstíl og ferðast Efron um heiminn með heilsusérfræðingnum Darin Olien.

Efron og Olian heimsækja lönd á borð við Frakkland, Puerto Rico, Perú og Sardiníu á Ítalíu og kynna sér ýmiskonar sjálfbærar lausnir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.