Neitar ásökunum um framhjáhald

Jada Pinkett Smith segist ekki hafa haldið framhjá eiginmanni sínum.
Jada Pinkett Smith segist ekki hafa haldið framhjá eiginmanni sínum. AFP

Talsmaður leikkonunnar og þáttastjórnandans Jödu Pinkett Smith segir að Pinkett Smith hafi ekki haldið framhjá eiginmanni sínum, Will Smith, með tónlistarmanninum August Alsina. 

Alsina sagði í viðtali við Complex að hann hafi verið í árslöngu sambandi með leikkonunni og að það hafi verið með blessun eiginmanns hennar. 

„Það er alls ekki satt,“ sagði talsmaðurinn við Page Six í gær. 

Framhjáhaldið á að hafa verið með blessun Will Smith.
Framhjáhaldið á að hafa verið með blessun Will Smith. AFP

Alsina segir að sonur Pinkett Smith, Jaden Smith, hafi kynnt þau fyrir hvort öðru. Ári seinna fór hann með fjölskyldunni í frí til Hawaii. Alsina og Pinkett Smith fór einnig saman á BET-verðlaunahátíðina árið 2017. 

„Ég var af heilum hug í þessu sambandi í heilt ár og ég virkilega og innilega elska hana,“ sagði Alsina í viðtalinu.

„Ég virkilega elskaði manneskju. Ég upplifði það og ég veit hvernig tilfinning það er og sumir upplifa það aldrei í lífinu. Svo ég veit að ég er blessaður. Þetta samtal er mjög erfitt af því það er erfitt fyrir fólk að skilja það. En þegar það fer að hafa áhrif á mig og mína afkomu, þá verð ég að tjá mig,“ sagði Alsina. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.