Segir Dan Brown hafa átt 4 hjákonur

Rithöfundurinn Dan Brown er mikill Íslandsvinur og hefur margsinnis heimsótt …
Rithöfundurinn Dan Brown er mikill Íslandsvinur og hefur margsinnis heimsótt landið. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Blythe Brown, fyrrverandi eiginkona metsöluhöfundarins Dan Brown, hefur höfðað mál gegnum honum. Hún sakar hann um að hafa lifað tvöföldu lífi og að hafa haldið framhjá sér ítrekað. Hún höfðaði máli í New Hampshire í Bandaríkjunum á mánudag.

Dan er virtur rithöfundur og gaf meðal annars út bókina Da Vinci lykillinn.

Blythe og Dan voru gift í 21 ár en skildu að borði og sæng fyrir um tveimur árum. Blythe segir hann hafa haldið fram hjá sér með einkaþjálfaranum sínum, hárgreiðslukonu, konu á eyju í Karabíahafi þar sem þau eiga sumar hús og hollenskri tamningakonu sem hann gaf stóðhest. 

Hún sakar hann um að gefið hjákonunum sínum dýrar gjafir, þar á meðal stóðhestinn og falið peningaslóðina. 

Hollensku tamningakonuna réði Dan til starfa á búgarði þeirra í Bandaríkjunum árið 2013. Blythe sakar hann um að hafa gefið henni rándýran stóðhest, hestakerru, pallbíl og einnig að hafa greitt fyrir framkvæmdir á húsnæði hennar í Hollandi. 

Dan neitar sök í málinu og segist vera stuðaður yfir þessum fölsku ásökunum fyrrverandi eiginkonu sinnar. 

„Þessi lögsókn snýst um að standa upp fyrir sjálfa mig og skilgreina virði mitt. Ég hef reynt að meðtaka þann ótrúlega sannleik að Dan hafi lifað tvöföldu lífi á meðan hann var giftur mér og kom heim til mín. Ég treysti þessum manni í áratugi og hann var ást lífs míns. Við unnum svo mikið saman og lögðum hart að okkur við að byggja upp eitthvað sem skiptir máli,“ sagði Blythe og bætti við að hún kannaðist ekki lengur við fyrrverandi eiginmann sinn. 

Blythe sergir að hún hafi hjálpað honum við að smíða hugmyndirnar að bókum hans sem selst hafa í 250 milljónum eintaka um heim allan. Hún heldur því einnig fram að það hafi verið hún sem hvatti hann á 10. áratugunum til að byrja að skrifa skáldsögur.

The Sun og Daily Mail greina frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson