Fengu hótanir um afhöfðun

Robbie Williams og Ayda Field.
Robbie Williams og Ayda Field. Richard Young / Rex Features

Söngvarinn Robbie Williams og kona hans Ayda Field hafa opnað sig um hræðilega lífsreynslu þeirra á Haítí en þau voru stödd þar á vegum UNICEF árið 2010.

„Við fórum þangað til þess að hjálpa en mér var hótað afhöfðun,“ sagði Williams í hlaðvarpsþætti eiginkonu sinnar Postcards from the Edge. „Þegar okkur var hótað þá sagði ég bara, „ættum við að fara á næstu götu? Þegar ég lít til baka þá var þetta ógnvekjandi.“

Williams hefur verið duglegur að tjá sig undanfarið í hlaðvarpsþætti eiginkonu sinnar. Í síðustu viku rifjaði hann upp tímann sem hann barðist við bæði ofþyngd og fíkniefnaneyslu. Þá átti hann það til að fara undir áhrifum fíkniefna út í matvörubúð og kaupa sorpfæði með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Nú er hann hins vegar edrú og lifir heilsusamlegum lífsstíl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson