Fengu hótanir um afhöfðun

Robbie Williams og Ayda Field.
Robbie Williams og Ayda Field. Richard Young / Rex Features

Söngvarinn Robbie Williams og kona hans Ayda Field hafa opnað sig um hræðilega lífsreynslu þeirra á Haítí en þau voru stödd þar á vegum UNICEF árið 2010.

„Við fórum þangað til þess að hjálpa en mér var hótað afhöfðun,“ sagði Williams í hlaðvarpsþætti eiginkonu sinnar Postcards from the Edge. „Þegar okkur var hótað þá sagði ég bara, „ættum við að fara á næstu götu? Þegar ég lít til baka þá var þetta ógnvekjandi.“

Williams hefur verið duglegur að tjá sig undanfarið í hlaðvarpsþætti eiginkonu sinnar. Í síðustu viku rifjaði hann upp tímann sem hann barðist við bæði ofþyngd og fíkniefnaneyslu. Þá átti hann það til að fara undir áhrifum fíkniefna út í matvörubúð og kaupa sorpfæði með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Nú er hann hins vegar edrú og lifir heilsusamlegum lífsstíl.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.