Suð með Vesen

Strákarnir í Suð kynna plötuna Vesen.
Strákarnir í Suð kynna plötuna Vesen. Ljósmynd/Aðsend

Eftir þriggja ára undirbúning, upptökur og vesen snýr jaðar-indí-rokk tríóið ólseiga aftur með þriðju breiðskífuna Vesen.

Nýja platan, kom út 23.júní síðastliðinn eftir nokkurra vikna seinkanir, m.a. sökum kónónuveirunnar hjá frönskum plötuframleiðanda. Á plötunni er farið um víðan völl en öll eru lögin jarðtengd í melódísku indírokki 10. áratugarins - enda tríóið undir sterkum áhrifum frá þeim áratug.

Á Vesen eru tíu lög og hafa lögin Stillimynd og Hliðar saman hliðar nú þegar komið út í aðdraganda útgáfunnar og fengið hlýjar viðtökur rokkþyrstra indírokkara. Sem stendur er lagið Shakin í dreifingu á hinum ýmsu lagalistum og var m.a. valið af Spotify streymisveitunni á helgarlagalista í lok júní. Þess má geta að Shakin er fyrsta lagið (og kannski það eina?) sem sveitin gefur út á ensku.

Yrkisefnin á Vesen eru fjölbreytt og hafa þau meðal annars að gera með nauðsyn þess að slaka á og láta ekki störfin stýra lífi okkar (Hægjum á), framtíðina sem er okkur hulin (Framtíðin er falin) og hvað mögulega getur gerst þegar farið er í segulómun (Segulómun). Auk þess er fjallað um sífellda leit mannsins að gulli og grænum skógum (Glaumgosi) ásamt vangaveltum um byltingu og nýja tíma (Turn).

Vesen var tekin upp í stúdíó Sundlauginni og hljóðblönduð af þúsundþjalasmiðnum Alberti Finnbogasyni (Grísalappalísa, JFDR ofl.) Finnur Hákonarson sá um hljómjöfnun og Siggi Hnífur (Sigurður Angantýsson) hannaði umslagið. Platan er gefin út af SUÐ undir merkjum Gráðugu útgáfunnar eins og öll fyrri verk sveitarinnar.

Vesen er aðgengileg á helstu streymisveitum eins og Spotify en einnig kemur hún út í veglegri vinyl útgáfu og má nálgast eintök í helstu hljómplötuverslunum og að sjálfsögðu á síðu Suðs á bandcamp.com.

Áður hefur Suð sent frá sér Hugsanavélina (1999), EP plötuna 444 Gátur (2001) og Meira Suð! (2016) og fengið góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og tónlistarunnenda. Árið 2018 spilaði sveitin meðal annars í Alaska í kjölfar útgáfu Meira Suð! Suð skipa, Helgi Benediktsson, söngur og gítar, Kjartan Benediktsson, bassi, hljómborð og bakraddir og Magnús Magnússon, trommur og slagverk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson