Tjáir sig um mannránstilraunina

Anna prinsessa.
Anna prinsessa. AFP

Anna prinsessa mun tjá sig um misheppnaða mannránstilraun í nýrri heimildarmynd ITV um prinsessuna í tilefni af 70 ára afmæli hennar í ágúst. Þar er henni fylgt eftir í eitt ár og rætt við marga úr hennar innsta hring. Þá mun hún meðal annars tjá sig um það afhverju hún ákvað að veita ekki börnum sínum konunglega titla.

„Hún var fyrsta dóttir þjóðhöfðingja konungsríkisins til þess að ganga í skóla og fyrsti ólympíuþátttakandinn innan konungsfjölskyldunnar. Þá var hún fyrsta barn þjóðhöfðingja sem hafnaði konunglegum titlum fyrir börn sín,“ segir í tilkynningu frá ITV.

Talið er að heimildamyndin muni gefa meiri innsýn í líf Önnu og konungsfjölskyldunnar en dæmi eru til um. Anna prinsessa er lítið fyrir sviðsljósið og kýs að láta verkin tala. Hún er öflug og vinnusöm og þeir sem hana þekkja segja að erfitt sé að halda í við hana. Þá segir fólk innan góðgerðasamtaka hennar að hún sé ástríðufullur verndari sem haldi öllum á tánum. Ekki er búið að staðfesta sýningartíma myndarinnar en ljóst þykir að það verði fyrir 70 ára afmælið hennar 15. ágúst.

Anna prinsessa er mikil hestakona og keppti á ólympíuleikunum í …
Anna prinsessa er mikil hestakona og keppti á ólympíuleikunum í Montréal árið 1967. Hér er hún á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2002 ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta og Dorrit Moussaieff. Þorkell Þorkelsson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.