Svaf í þrjá tíma og lifði á kaffi

Elle Macpherson
Elle Macpherson

Ofurfyrirsætan Elle MacPherson er 56 ára og hefur sjaldan litið betur út. Hún prýðir nú forsíðu tímaritsins Red og segir þar í viðtali að allir megrunarkúrar sem hún hafi prófað á árum áður hafi dregið úr henni líkamlega og andlega.

„Erfðir geta aðeins gert visst mikið fyrir mann. Um leið og maður verður fimmtugur þá áttar maður sig á því að allt snýst um að hugsa vel um líkamann og orkubirgðirnar svo maður geti gert allt sem manni langar til þess að gera," segir MacPherson í viðtali við Red.

„Ég hef prófað alls konar kúra, en margt af því sem ég gerði þegar ég var þrítug og fertug virkar ekki lengur fyrir mig. Mér fannst ég vera heilbrigð þegar ég gat komist af með þriggja tíma svefn og lifði á kaffi. Flestum fannst ég líta vel út en mér leið ekki vel. Það dró úr mér. Ég hafði engan lífskraft og leið ekki eins og sjálfri mér. Ég var á vissan hátt brotin.“

Innri lífskrafturinn sem heillar

MacPherson var oft á tíðum kölluð The Body en var sjálf ekki mjög ánægð með líkama sinn. 

„Ég var ekki mjög góð við sjálfa mig þegar ég var yngri og kunni ekki að meta það sem gerði mig sérstaka. Ég var með breiðar axlir, mjög íþróttamannslega vaxin sem var ekki í tísku á þeim tíma. Það tók mig mörg ár áður en ég gat tekið sérkenni mín í sátt, verið betri við sjálfa mig og þá var ég í stakk búin til þess að stýra fyrirtæki mínu og minni heilsuvegferð. Og ég er enn að vinna í málunum!“ segir MacPherson.

 „Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Ég finn ekki fyrir neinum þrýstingi að líta út á einhvern tiltekinn hátt. Ég hef mun meiri áhuga á vellíðan. Ég trúi því að raunveruleg fegurð snúist um sálina en ekki ytra yfirborð. Að vera heilbrigður gerir fólki kleift að sýna sjálfstraust, styrk og persónutöfra burt séð frá aldri. Það er þessi innri lífskraftur sem heillar fólk.“

Elle MacPherson á forsíðu Red.
Elle MacPherson á forsíðu Red. Skjáskot/Red
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.