Hefur ekki sinnt húsverkum í 23 ár

Tony Blair er lítið fyrir heimilisþrif.
Tony Blair er lítið fyrir heimilisþrif. AFP

Tony Blair hefur viðurkennt að hafa ekki sinnt húsverkum né eldað mat fyrir fjölskylduna síðan 1997. Cherie Blair eiginkona hans segir að það hafi komist upp í vana hjá honum að halda að allt sem hann gerði væri mikilvægara en að hjálpa til á heimilinu. 

Tony Blair, sem er 67 ára, segir að það hafi verið ómögulegt að hverfa aftur til venjulegs lífs eftir að hafa sagt skilið við forsætisráðherraembættið. Í viðtali við Sunday Times Magazine segist hann hvorki hafa verslað né keyrt bíl síðan hann flutti inn í Downingstræti 10. Þá viðurkenndi hann að í samkomubanninu hefðu öll húsverkin lent á Cherie Blair og börnum þeirra.

Í viðtali við The Daily Telegraph segir Cherie Blair hann hafa sinnt foreldrahlutverkinu vel á meðan hann var forsætisráðherra en þá eignuðust þau yngsta soninn Leo sem nú er 20 ára. „Þá var stundum hringt og sagt: „Forsætisráðherrann kemur klukkan sjö, geturðu passað upp á að barnið sé tilbúið svo hann geti svæft það og einnig haft kvöldmatinn hans tilbúinn.“ 

Cherie bætir við að synir þeirra séu mun nútímalegri og duglegri að halda heimili. „Niky er mjög góður faðir og eldar og gengur meira að segja frá eftir sig. Við erum klárlega að sjá framfarir.“

Tony Blair og fjölskylda árið 2001.
Tony Blair og fjölskylda árið 2001. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.