Vill ekki skyggja á Vilhjálm

Katrín hertogynja af Cambridge.
Katrín hertogynja af Cambridge. AFP

Katrín hertogynja er sögð ekki vilja skyggja á eiginmann sinn Vilhjálm prins þó svo að hún hafi sjálf sterka rödd út á við. Þetta segja konunglegir sérfræðingar um stöðu hennar innan konungsfjölskyldunnar.

Hertogahjónin Katrín og Vilhjálmur hafa verið dugleg að funda með fólki með hjálp fjarfundarforritsins Zoom. Samstarf þeirra hjóna hefur vakið athygli sérfræðinga þar sem Katrín passar sig á því að skyggja aldrei á Vilhjálm. Þá hefur Katrín heimsótt gróðrastöðvar eftir að slakað var á samkomubanni þar ytra.

„Katrín er að mörgu leyti eins og Filippus prins og hvernig hann styður drottninguna. Hún skyggir ekki á Vilhjálm en hefur þó margt til málanna að leggja,“ segir Penny Juror sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni. Þá var á sínum tíma sagt að Karl Bretaprins hafi verið óánægður með það hversu mjög Díana prinsessa stal senunni á meðan hjónabandi þeirra stóð. Katrín nær betur að feta hinn gullna meðalveg. Hún er vinsæl og virk í samfélaginu án þess þó að skyggja á Vilhjálm.

Þá hafa sérfræðingar líkt hjónabandi Vilhjálms og Katrínar við hjónaband drottningarinnar. „Hjónaband Vilhjálms og Katrínar var nútímalegt að því leyti að það var byggt á ást en að öðru leyti er það mjög hefðbundið. Hún virðist leggja áherslu á að styðja sinn eiginmann og vera til staðar fyrir hann,“ segir Sarah Gristwood sem ritað hefur margar bækur um konungsfjölskylduna.

Katrín er alþýðleg og dugleg að fara út á meðal …
Katrín er alþýðleg og dugleg að fara út á meðal fólks. Hún gætir þess þó að skyggja ekki á Vilhjálm prins. AFP
Margt er líkt með hjónabandi drottningar og hertogahjónanna. Filippus prins …
Margt er líkt með hjónabandi drottningar og hertogahjónanna. Filippus prins er stoð og stytta Elísabetar drottningar. AFP
Dag einn verður Vilhjálmur kóngur og það má ekki skyggja …
Dag einn verður Vilhjálmur kóngur og það má ekki skyggja á hann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant