Drakk eplaedik til að drepa COVID-19

Kelly Brook glímdi við mikinn kvíða í samkomubanninu.
Kelly Brook glímdi við mikinn kvíða í samkomubanninu. MAX NASH

Breska leikkonan og fyrirsætan Kelly Brook segist hafa glímt við mikinn kvíða í samkomubanninu. Hún vaknaði um miðjar nætur sannfærð um að hún væri komin með veiruna og drakk eplaedik í von um að læknast.

Í hlaðvarpsþætti Vicky Pattinson lýsir Brook sér sem sýklafælinni manneskju sem eigi það til að þrífa allt hátt og lágt. „Þetta hefur verið mjög ógnvekjandi tími,“ segir Brook um samkomubannið vegna COVID-19. Ég hef í raun aldrei þjáðst af kvíða en þarna náði kvíðinn algjörlega tökum á mér. Ég vaknaði um miðjar nætur, settist inn í eldhús og bara andaði. Við vissum ekkert hvað var að fara að gerast, hvort við værum með veiruna eða ekki. Þetta var skelfilegt.“

Aðspurð um leiðir til þess að kljást við kvíðann varð fátt um svör. „Ég hef í raun aldrei verið kvíðin áður. Bara þegar ég fer í lyftu og það varir bara í augnablik. Ég er búin að jafna mig um leið og ég fer úr lyftunni. Ég er með innilokunarkennd og þessi tilfinning sótti á mig á kvöldin. Þá átti ég erfitt með andardrátt og þá auðvitað hélt ég að ég væri með kórónuveiruna. Ég drakk eplaedik því ég er sannfærð um að eplaedik drepi allt og hitaði mér te. Ég reyndi að hugleiða og náði að róa mig á um það bil fimmtán mínútum og fór aftur að sofa. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta er hjá fólki sem þjáist stöðugt af kvíða.“

Þá segist Brook vera almennt ánægð með hvernig fólk bregst við kórónuveirunni með auknu hreinlæti. „Ég var mjög sýklafælin fyrir þannig að nú er ég í skýjunum með að fara í búðir og sjá fáa á ferli og afgreiðslufólk á bak við gler. Þetta snýst ekki bara um kórónuveiruna heldur um alla hina sýklana sem ég vil ekki komast í návígi við.

View this post on Instagram

Hello Old Friend 🍇🍇🍇🍇🍇

A post shared by Kelly Brook (@iamkb) on Apr 28, 2020 at 6:59am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.