Ennio Morricone látinn 91 árs að aldri

Ennio Morricone, eitt þekktasta og afkastamesta tónskáld heims, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Róm, að því er ítalskir fjölmiðlar greindu frá í morgun. Morricone var 91 árs en hann var á sjúkrahúsi vegna þess að hann hafði dottið og brotið lærlegg.

Morricone samdi tónlist fyrir um 500 kvikmyndir, þar á meðal kvikmynd Sergio Leone The Good, the Bad and the Ugly og kvikmynd Quentins Tarantino The Hateful Eight. Fyrir þá síðarnefndu vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016. 

Morricone var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena. Þá hlaut hann einnig heiðursóskarsverðlaun árið 2007 fyrir „stórbrotin og margþætt framlög til kvikmyndatónlistar.“ Þá hlaut Morricone einnig ellefu David di Donatello verðlaun, æðstu kvikmyndaverðlaun Ítalíu. 


 

Mynd sem tekin var af Ennio Morricone árið 2006.
Mynd sem tekin var af Ennio Morricone árið 2006. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Einhver ný manneskja kemur inn í líf þitt með mikinn lærdóm.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Einhver ný manneskja kemur inn í líf þitt með mikinn lærdóm.