Hilmir Snær til Þjóðleikhússins

Hilmir Snær Guðnason til liðs við Þjóðleikhúsið.
Hilmir Snær Guðnason til liðs við Þjóðleikhúsið. mbl.is/Arnþór

Hilmir Snær Guðnason verður fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá og með haustinu. Hann bætist þar með í hóp þeirra fjölmörgu leikara og listrænu stjórnenda sem þegar hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið á undanförnum mánuðum.

Fyrsta verkefni hans á föstum samningi við Þjóðleikhúsið verður hlutverk í leikritinu Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrantes sem notið hafa gríðarlegra vinsælda um allan heim. Hilmir mun einnig leika í tveimur nýjum íslenskum verkum, annars vegar eftir Tyrfing Tyrfingsson sem sett verður upp á Stóra sviðinu, og hins vegar í verki eftir Jón Gnarr sem sýnt verður í nýju hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins.

Síðar á leikárinu mun Hilmir fara með hlutverk í nýju verki Tyrfings Tyrfingssonar sem sett verður upp á Stóra sviðinu næsta vetur en verk hans hafa vakið verðskuldaða athygli síðustu ár, en þetta er fyrsta verkið sem hann skrifar gagngert fyrir Þjóðleikhúsið og einnig það fyrsta sem sýnt verður á stóru sviði.

Þá mun Hilmir Snær einnig leika í nýju leikriti Jóns Gnarr sem frumsýnt verður í nýju hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins. Hilmir hefur þó ekki alveg sagt skilið við Borgarleikhúsið að sinni því hann hljóp í skarðið fyrir Ólaf Darra Ólafsson í verkinu Oleanna sem frumsýnt verður í lok ágúst.

Hilmir gengur til liðs við þéttan hóp starfsmanna Þjóðleikhússins en fyrir skemmstu var tilkynnt um komu Kristínar Þóru Haraldsdóttur og Hilmars Guðjónssonar en þau munu meðal annars leika saman í verkinu Upphaf eftir David Eldridge í leikstjórn Maríu Reyndal.
Í mars var tilkynnt um ráðningu Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, listræns ráðunautar og staðgengils leikhússtjóra, auk þess sem Ólafur Egill Egilsson var fastráðinn sem leikstjóri, Ilmur Stefánsdóttir sem leikmyndahöfundur og Björn Bergsteinn Guðmundsson sem yfirljósahönnuður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant