Kántrístjarna sækir um skilnað eftir tveggja ára hjónaband

Kacey Musgraves er nú skilin.
Kacey Musgraves er nú skilin. AFP

Kántrísöngkonan Kacey Musgraves og lagahöfundurinn Ruston Kelly hafa ákveðið að binda enda á rúmlega tveggja ára hjónaband sitt. 

Talsmenn parsins fyrrverandi hafa staðfest sögusagnir um að þau séu ekki lengur saman. 

Hjónabandið virðist hafa staðið á brauðfótum um nokkurt skeið en Musgraves mætti til að mynda ekki með eiginmanni sínum á CMA-verðlaunahátíðina í nóvember 2019.

Musgraves og Kelly hafa þar að auki bæði eytt út myndum á Instagram úr brúðkaupinu sínu 2017.

„Við tókum þessa sársaukafullu ákvörðun saman, heilbrigð ákvörðun sem var tekin eftir langan tíma þar sem við reyndum okkar besta. Þetta einfaldlega virkaði ekki,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá hjónnum fyrrverandi. 

Þau segja í tilkynningunni að þótt þau séu að skilja verði þau alltaf vinir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.