Skilin eftir 19 ára hjónaband

Meðan allt lék í lyndi hjá Grey og Gregg.
Meðan allt lék í lyndi hjá Grey og Gregg. Skjáskot/Instagram

Jennifer Grey sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dirty Dancing er skilin. Hún og maðurinn hennar Clark Gregg tilkynntu það á samfélagsmiðlum að þau væri skilin eftir 19 ára hjónaband.

Grey sem er 60 ára hefur undanfarið leikið í sjónvarpsþáttum á borð við Grey's Anatomy. Gregg er 58 ára og er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Agent Phil Coulson í Marvel bíómyndunum.

Þau leggja áherslu á að þau skilji í vinsemd og sátt og eru þakklát fyrir lífið sem þau hafa deilt. Saman eiga þau eina dóttur Stellu sem er átján ára.Atriði úr Dirty Dancing.
Atriði úr Dirty Dancing.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.